Simpson-fjölskyldan, þáttaröð 1
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Fyrst serían með 30 mínútna löngum þáttum byggð á teiknimyndaskrítlununum um Simpson-fjölskylduna. Serían var sýnd á árunum 1989-1990 og voru þáttirnir teiknaðir af Klasky-Csupo-fyrirtækinu. Serían inniheldur 13 þætti.
Simpsons Roasting on an Open Fire
Bart the Genius
Homer's Odyssey
Homer's Odyssey er þriðji þáttur 1. Simpson-seríunar. Hann var fyrst sýndur 21. janúar 1990.
Þátturinn byrjar með því að bekkur Barts er að fara í námsferð í kjarnorkuverið þar sem að faðir Barts, Hómer, vinnur. Krakkarnir horfa á fræðslumynd um kjarnorku og fara í skoðunarferð. Hómer reynir að hitta á bekkinn en klessir á og slys gerist sem bjargast fljótt. Hómer er rekinn sem tæknifræðingur. Hómer fær hvergi vinnu og fjölskyldan verður blönk. Hómer reynir að kaupa bjór með því að stela pening úr sparigrís Barts en fattar hversu lágt hann lagt sig(eftir að uppgötva að peningarnir duga ekki til að kaupa bjór). Hómer skilur eftir sjálfsmorðsmiða og ætlar stökkva af Springfield-brúnni. Fjölskyldan hleypur eftir honum og stoppa við gatnamót við brúna. Hómer sér vörubíl í áttina að þeim og bjargar þeim. Hómer sér hvergi biðskyldumerki við gatnamótin og ætlar að lifa áfram til að koma biðskyldu merki við gatnamótin. Eftir að það tekst heldur Hómer áfram að koma upp öryggisskiltum en uppgötvar að hann verður ekki ánægður fyrr en hann hefur náð að láta loka kjarnorkuverinu. Hómer heldur mótmælendafund við kjarnorkuverið sem leiðir til þess að eigandi kjarnorkuversins, Hr. Burns, fær Hómer til sín og veitir honum nýtt starf sem öryggisfulltrúa.
Höfundar: Jay Kogen og Wallace Wolodarsky
Leikstjóri: Wesley Archer
There's no Disgrace Like Home
There's no Disgrace Like Home er fjórði þátturinn í 1. seríunni um Simpson-fjölskylduna. Dr. Marvin Monroe kemur fyrst fram í þessum þætti. Þátturinn var fyrst sýndur 28. janúar 1990.
Þátturinn byrjar að fjölskyldan er að búa sig undir lautarferð starfsmanna kjarnorkuversins á landareign Hr. Burns. Hómer er stressaður yfir því að fjölskyldan verði honum til skammar, sem reynist rétt. Bart og Lísa eru fíflast og Marge fer á fyllerí með öðrum konum. Þegar þau fara sér Hómer að þau eru eina óeðlilega fjölskyldan í Springfield. Hómer ákveður að selja sjónvarpið til þess að fara með fjölskylduna í meðferð hjá sálfræðingnum Marvin Monroe. Venjuleg meðferð virkar ekki þannig að hann ráðleggur raflostsmeðferð. En fjölskyldan leikur sér láta hina fjölskyldumeðlimina fá raflost. Marvin Monroe gefst upp og endurgreiðir þeim tvöfalt!
Höfundar: Al Jean og Mike Reiss
Leikstjórar: Gregg Vanzo og Kent Butterworth
Bart the General
Bart the General er fimmti þáttur 1. Simpson-seríunnar og er fyrsti Simpsons-þátturinn eftir frægasta rithöfund Simpsons: John Swartzwelder. Þátturinn var sýndur fyrst 4. febrúar 1990.
Þátturinn byrjar þegar Bart og Lísa fara í skólann. Hrekkjusvínið Nelson Muntz eyðileggur formkökurnar sem Lísa bakaði. Bart reynir að verja hana en Nelson skorar hann á hólm eftir skóla. Eftir skóla lemur Nelson Bart í klessu(bókstaflega!) og hótar að gera það á hverjum degi. Bart getur ekki klagað annars verður hann barinn svo að hann þyggur ráð frá Hómer um að berjast með bellibrögðum en það mistekst. Lísa fer með Bart að hitta afa þeirra. Afi leiðir Bart til rugludalsins Hermans, sem selur forngripi úr stríðum, til að skipuleggja stríð gegn Nelson. Bart fær alla krakkana í skólanum með sér í lið og saman sigra þau Nelson og kefla hann. Síðan fær Herman strákana að skrifa undir sáttmála þar sem að Nelson fær að hrella krakkana í hverfinu en lætur Bart í friði. Síðan endar þátturinn með því að Marge gefur öllum formkökur.
Höfundur: John Swartzwelder
Leikstjóri: David Silverman
Moaning Lisa
Call of the Simpsons
The Telltale Head
Life on the Fast Lane
Homer's Night Out
The Crepes of Wrath
The Crepes of Wrath er 11 þáttur 1. seríunnar. Hann var fyrst sýndur 15. apríl 1990.
Þátturinn byrjar með því að Hómer dettur um hjólbrettið hans Barts og meiðist í bakinu. Bart er skammaður og látinn taka til eftir sig. Skinner skólastjóri er mjög stressaður yfir komu móður sinnar og reynir að sýna að hann nær að halda aga í skólanum en hrekkur Barts, þar sem hann sturtaði hvellhettu niður í strákaklósettið sem leiddi til þess að það flæddi upp úr öllum salernunum í skólanum (og móðir Skinners var á klósettinu þegar það gerðist), leiðir til þess að ráðleggur Marge og Hómer að nýta skiptinemanámskeið til að losna við Bart til Frakklands. Hómer samþykkir hiklaust og Bart langar til þess að fara til Frakklands. En það er ekki það sem hann bjóst við: hann lendir hjá frönskum víngerðarmönnum, Cesar og Ugolin, sem nota Bart til að traðka á vínberjum, plokka vínberin og þræla hann ennþá meira. Þeir senda Bart eftir frostlög til þess að þeir geti blandað honum í vínið og Bart finnur hjálp hjá frönsku lögreglunni og verður hetja í Frakklandi. En í á meðan fær Simpson-fjölskyldan lítinn strák frá Albaníu sem reynist vera njósnari og vill gjarnan sjá kjarnorkuverið sem Hómer vinnur í til að afla upplýsinga, en Hómer kemur upp um hann (óvart).
Höfundar: George Meyer, Sam Simon, John Swartzwelder og Jon Vitti
Leikstjórar: Wesley Archer og Milton Gray