Jónandi geislun
Útlit
Jónandi geislun er annað hvort rafsegulgeislun eða agnageislun, sem er nægjanlega orkumikil til að jóna frumeind eða sameind. Jónandi geislun myndast við kjarnahrörnun, kjarnasundrun og kjarnasamruna eða í röntgentækjum og eindahröðlum og getur verið hættuleg lífverum. Dæmi um geislun, sem ekki er jónandi er útfjólublá geislun, útvarpsgeislun og örbylgjugeislun.