18. nóvember
Útlit
Snið:NóvemberDagatal 18. nóvember er 322. dagur ársins (323. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 43 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1626 - Péturskirkjan í Róm vígð af Úrbanusi 8. páfa, en bygging hennar hófst árið 1506.
- 1709 - Biskupsstofan á Hólum í Hjaltadal brann og fórst barn í eldinum. Mikið glataðist af verðmætum hlutum.
- 1897 - Blaðamannafélag Íslands var stofnað.
- 1978 - Rúmlega 900 meðlimir sértrúarsafnaðarins Peoples Temple í Jonestown í Gvæjana frömdu fjöldasjálfsmorð.
- 1981 - Áttunda hrina Kröfluelda hófst og stóð hún í fimm daga.
- 1982 - Vilmundur Gylfason gekk úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna.
- 1993 - Írska drengjahljómsveitin Boyzone var stofnuð.
Fædd
- 1647 - Pierre Bayle, franskur heimspekingur (d. 1706).
- 1743 - Johannes Ewald, danskt leikskáld (d. 1781).
- 1888 - Frances Marion, bandarísk blaðakona og handritshöfundur (d. 1973).
- 1939 - Margaret Atwood, kanadískur rithöfundur.
Dáin
- 1605 - Robert Catesby, leiðtogi Púðursamsærisins í Englandi (f. 1573).
- 1920 - Matthías Jochumsson, prestur og skáld (f. 1835).
- 1922 - Marcel Proust, franskur rithöfundur (f. 1871).
- 1962 - Niels Bohr, danskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1885).
- 1978 - Jim Jones, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Peoples Temple (f. 1931).
- 1999 - Paul Bowles, bandarískur rithöfundur (f. 1910).