Cesc Fabregas
Útlit
(Endurbeint frá Cesc Fàbregas)
Francesc „Cesc“ Fabregas i Soler (fæddur 4. maí 1987) er spænskur fyrrum fótboltamaður sem spilaði m.a. fyrir Arsenal, Chelsea FC og F.C. Barcelona. Hann spilaði fyrir spænska landsliðið.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Hann fæddist í Vilassar de Mar, Barselóna, Katalóníu.[1] Hann byrjaði fótboltaferil sinn með CE Mataró, áður en hann var keyptur af FC Barcelona í uppeldistarf félagsins, 10 ára að aldri árið 1997.[2]. Hann gerði samning við Arsenal þann 11. september 2003.[3] Hann átti erfitt uppdráttar en vinskapur hans við Philippe Senderos hjálpaði honum að koma sér fyrir[4] Hann fór ekki beint inn í aðaliðið en leit upp til leikmanna eins og Patrik Vieira og Gilberto Silva.[4] Fyrsti leikur hans fyrir Arsenal var þann 23. október 2003, gegn Rotherham United.[5]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Francesc Fabregas profile Geymt 12 október 2007 í Wayback Machine, ESPNsoccerne
- ↑ Cuando todo era un sueño, ELPAÍS.com
- ↑ Cesc Fàbregas profile Geymt 17 ágúst 2008 í Wayback Machine, Arsenal F.C
- ↑ 4,0 4,1 .Marcotti, Gabriele and Balague, Guillem, „From Barcelona to Barnet: how a rising star learnt his trade“ Geymt 11 október 2008 í Wayback Machine The Times
- ↑ Cesc Fabregas becomes Arsenal's youngest ever player, Arsenal F.C