Simpson-fjölskyldan, þáttaröð 6
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
6. þáttaröðin um Simpson-fjölskylduna(1994-1995). Þáttstjórnandi þáttaraðarinnar var enn á ný David Mirkin. Þáttaröðin inniheldur 25 þætti. Þar á meðal vinsælasta þátt í sögu Simpsons, Hver Skaut Hr. Burns? (1. hluti).
Þættir
breytaListi yfir þætti
breyta- Bart of Darkness
- Lisa's Rival
- Another Simpsons Clipshow
- Itchy & Scratchy Land
- Sideshow Bob Roberts
- Treehouse of Horror V
- Bart's Girlfriend
- Homer Badman
- Grandpa vs. Sexual Inadequacy
- Fear of Flying
- Homer the Great
- And Maggie Makes Three
- Bart's Comet
- Homie the Clown
- Bart vs. Australia
- Homer vs. Patty & Selma
- A Star is Burns
- Lisa's Wedding
- Two Dozen and One Greyhounds
- The PTA Disbands
- 'Round Springfield
- The Springfield Connection
- Lemon of Troy
- Who Shot Mr. Burns? (Part 1)
Söguþræðir þátta
breytaWho Shot Mr. Burns? (Part 1)
breytaÞetta er lokaþáttur sjöttu þáttaraðar Simpson-fjölskyldunar og fyrsti framhaldsþátturinn. Nafnið á þættinum vísar í Dallas-þáttinn Who Shot JR?. Who Shot Mr. Burns? (Part 1) var frumsýndur 21. maí 1995.
Þátturinn byrjar með því að Skinner kemur inn í skólann eftir frí og sér að stökkmús eins bekkjarins dó og hann biður Willie lóðarvörð að jarða hana. En er Willie grefur holu fyrir músina opnar hann fyrir olíulind í skólanum. Nú þegar skólinn er ríkur koma nemendur og starfsmenn með tillögur til að eyða peningunum. Burns langar í olíuna og eftir að Skinner neitar að selja honum hana lætur Burns byggja sinn eigin olíuturn til þess að taka olíuna frá skólanum. Það heppnast og skólinn verða reka nokkra starfsmenn, m.a. Willie, til þess fjármagna niðurrið olíuturnsins þeirra. Út af greftrinum fyrir turninn verður jarðgrunnið undir elliheimilinu veikt og fellur saman. Moe þarf og loka barnum sínum út af gufum frá olíunni(olíuturn Burns er við hliðina á barnum hans Moes). Þegar olíuturninn leysir úr olíu, lendir gusan á trékofa Barts, en hann var að leika þar við hundinn sinn, og hundurinn slasast. Hómer verður æfur út í Burns því að hann man aldrei nafnið sitt. En Burns er ekki búinn enn, heldur ætlast hann til þess að kjarnorkuverið sjái fyrir bænum rafmagni og hita allan daginn. En til þess að gera það þarf hann að skyggja á sólina. Smithers neitar taka þátt í þessu og verður rekinn. Bæjarbúar óttast sólskyggingaráætlun Burns koma saman fundi við ráðhúsið þar sem hver og einn lýsir máli sínu. Burns kemur á fundinn til þess að sýna þeim sólskyggitækið og gangsetur það: nú er niðamyrkur kl. 15:00! Eftir að fundinum er slitið hverfa Hómer, Smithers, Skinner, afinn, Bart og Lísa. Marge leitar að fjölskyldu sinni og skilur Maggí eina eftir í bílnum. Skothvellur heyrist og Burns kemur fram skotinn í brjóstið og fellur niður á sólúr ráðhúsins. Nú verður erfitt að finna sökudólginn því allir í bænum liggja undir grun...
Gestaleikari: Tito Puente
Höfundar: Bill Oakley og Josh Weinstein
Leikstjóri: Jeffrey Lynch