Fara í innihald

Þjónusta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Framleiðsla af þjónustum árið 2005.

Þjónusta er óáþreifanleg vara sem er ekki hægt að eiga en kemur viðskiptavini engu að síður til góða. Nokkur dæmi um þjónustu er barnagæsla, bílaviðgerð og farsímasamningur.

Lög um þjónustukaup skilgreina þjónustu sem "Með þjónustu er átt við heildarframlag seljanda sem honum ber greiðsla fyrir."[1]

Þjónusta sem óáþreifanleg vara er afurð sem sannarlega uppfyllir loforð seljanda við kaupanda. Dæmi um þjónustu er þegar iðnmeistarar staðfesta og taka ábyrgð á að verk unnin á byggingarstað standist kröfur byggingareglugerðar. Í því tilviki er virði kaupanda fólgið í að fá staðfestingu á að byggingin standist kröfur og viðmið laga og reglna um mannvirki. Án þessarar staðfestingar og ábyrgðar iðnmeistara um hlítingu við lög og reglur, væri andvirði byggingarinnar minna enda væri óheimilt að taka það til notkunar.

Vörutegund getur verið bæði áþreifanleg vara og þjónusta á sama tíma. Flestar vörutegundir eru milli áþreifanlegra vara og þjónustu. Í veitingahúsum er til dæmis boðið upp á bæði vörur (matinn) og þjónustu.

Hagkerfi margra vestrænnna landa byggist nú á þjónustu. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005. Næstmesta veittu Japan og Þýskaland. Þá myndaði þjónusta 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna.[2]

  1. „42/2000: Lög um þjónustukaup“. Alþingi. Sótt 1. júlí 2022.
  2. „https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/fields/2012.html“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. október 2018. Sótt 24. nóvember 2009.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.