Fara í innihald

American Broadcasting Company

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki ABC

American Broadcasting Company (ABC) er bandarískt net sjónvarpsstöðva og mikilvæg eign Disney–ABC Television Group, dótturfélags Disney Media Networks, fyrirtækis sem er sjálft í eign The Walt Disney Company. Höfuðstöðvar stöðvarinnar eru í Columbus Avenue í Manhattan í New York-borg. Stöðin er jafnframt með framleiðsluaðstöðu annars staðar í New York-borg, í Los Angeles og í Burbank í Kaliforníu.

Við sölu ABC Radio til Citadel Broadcasting árið 2007 hefur ABC einbett sér að sjónvarpsútsendingum. Hún er fimmta elsta sjónvarpsstöð í heimi og er elsta hinna stóru þriggja bandarískra sjónvarpsstöðva.

ABC var stofnað sem útvarpsstöð þann 12. október 1943. Árið 1948 útvíkkaði fyrirtækið starfsemi sína og fetaði í fótspor farsældra sjónvarpsstöðva svo sem CBS og NBC. Á miðjum sjötta áratugnum sameinaðist ABC við United Paramount Theatres, bíókeðju sem hafði áður verið dótturfélag Paramount Pictures. Eftir kaup á 80% hluta í íþróttastöðinni ESPN sameinaðist móðurfélag ABC, American Broadcasting Companies, Inc., við Capital Cities Communications, eiganda nokkura blaða, útvarps- og sjónvarpsstöðva. Árið 1996 keypti The Walt Disney Company flestar eignir ABC.

ABC er net sjónvarpsstöðva sem samanstendur af átta stöðvum í eigu fyrirtækisins og 232 „systurstöðvum“ í Bandaríkjunum. ABC News er fréttaþjónusta fyrirtækisins.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.