Fara í innihald

Bólívari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bólívari eða venesúelskur bólívari (spænska: bolívar soberano venezolano) (gjaldmiðilstákn: Bs.S. eða Bs.) er gjaldmiðill Venesúela og hefur verið það frá 20. ágúst 2018. Formleg skammstöfun hans er VES (ISO 4217-kóði).

Bolívar soberano kom í stað bolívar fuerte eftir umskiptatíma vegna óðaverðbólgu.