Fara í innihald

ExxonMobil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki ExxonMobil.

ExxonMobil er bandarískt olíu- og gasfyrirtæki með höfuðstöðvar í Irving, Texas. Fyrirtækið er stærsti arftaki olíufyrirtækis John D. Rockefeller, Standard Oil Company. Það varð til árið 1999 með samruna Exxon (áður Standard Oil Company of New Jersey eða Esso) og Mobil (áður Standard Oil Company of New York eða Socony). Fyrirtækið er sjöunda tekjumesta fyrirtæki heims og það stærsta á almennum hlutabréfamarkaði samkvæmt markaðsvirði. Fyrirtækið er eitt af stóru olíufyrirtækjunum („Big Oil“). Olíuframleiðsla þess er 3,921 milljarðar tunna daglega sem var um 3% af heimsframleiðslunni árið 2008.

Fyrirtækið hefur oft verið gagnrýnt fyrir framgöngu í umhverfismálum, til dæmis vegna olíulekans úr Exxon Valdez árið 1989 þar sem það var dæmt til greiðslu hundruð milljóna dala. Fyrirtækið hefur líka verið gagnrýnt fyrir að styðja stjórnmálamenn og samtök sem hafna loftslagsbreytingum af mannavöldum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.