Úrslit kosninganna. Litirnir tákna sigurvegara í hverju fylki (rauður = Nixon/Agnew; blár = Humphrey/Muskie; appelsínugulur = Wallace/LeMay). Tölurnar segja til um fjölda kjörmanna á hvert fylki.
Lyndon B. Johnson sitjandi forseti hugði uppaflega að endurkjöri en dró framboð sitt til baka í forvali Demókrata til baka í mars1968. Þá lýsti varaforseti hans, Hubert Humphrey yfir framboði. Einnig var fyrrum dómsmálaráðherrann og bróðir fyrrum Bandaríkjaforseta John F. Kennedys, Robert F. Kennedy í framboði í forvalinu. Eugene McCarthy öldungardeildarþingmaður frá Minnesota sóttist einnig eftir tilnefningunni og voru Humphrey, Kennedy og McCarthy þrír stærstu frambjóðendurnir. Svo fór að Kennedy var myrtur í júní eftir að hafa leitt forvalið og endaði forvalið með því að Humphrey vann.