IBM
![]() |
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
International Business Machines | |
![]() | |
Rekstrarform | Fyrirtæki á hlutabréfamarkaði |
---|---|
Stofnað | 16. júni 1911 (sem Computing-Tabulating-Recording Company) í Endicott, New York, Banaríkjunum, einn forveri þess Bundy Manufacturing Company frá 1889) |
Staðsetning | ![]() |
Lykilpersónur | Arvind Krishna forstjóri (chairman & CEO), Gary Cohn (vice chairman) |
Starfsemi | Tölvar, netþjónar |
Vefsíða | www.ibm.com |
International Business Machines Corporation, almennt kallað IBM (oft kallað „Big Blue“ í heimalandinu), NYSE: IBM) er bandarískt alþjóðlegt tæknifyrirtæki og ráðgjafarfyrirtæki (keypti t.d. PwC Consulting), með höfuðstöðvar í Armonk, New York sem starfar í yfir 175 löndum. Það er opinbert fyrirtæki og eitt af 30 fyrirtækjum í Dow Jones-vísitölunni e. Dow Jones Industrial Average. IBM er stærsta iðnaðarrannsóknarstofnun í heiminum, með 19 rannsóknarstöðvar í tugum landa, sem hefur átt metið í fjölda bandarískra einkaleyfa á hverju ári 29 ár í röð frá 1993 til 2021.
Útibú IBM á Íslandi[1] var til frá 1967 til ársins 1992 þegar það var lagt niður eða varð að fyrirtækinu Nýherja (sem hélt áfram starfsemi í sama húsi í Skaptahlíð við að selja IBM vörur og þjónusta; Nýherji flutti síðar þaðan, Landsspítalinn notar nú það hús, og Nýherji sameinaðist síðar Applicon og TM Software og Origo Ísland er nú í Borgartúni).
IBM er þekktast fyrir að selja tölvur, líka á Íslandi (sumar byggðar á eigin örgjörvum eða hönnun að öðru leyti), þar á meðal fartölvur, ThinkPad (fyrsta og lengi vel eina sem var leyfð og notuð í alþjóðlegu geimstöðinni ISS), og netþjóna, en framleiðslan (sú sem byggir öll á x86) var seld við Lenovo.
Bandaríska IBM var stofnað árið 1911 sem Computing-Tabulating-Recording Company (CTR), eignarhaldsfélag framleiðenda skráningar- og mælikerfa. Það var endurnefnt „International Business Machines” árið 1924 og varð fljótlega leiðandi framleiðandi véla fyrir gataspöld (e. punch-card tabulating systems). Á sjöunda og áttunda áratugnum var IBM stórtölvan (e. IBM mainframe), dæmigerð með System/360, ríkjandi tölvuvettvangur (e. computing platform) heimsins, þar sem fyrirtækið framleiddi 80 prósent af tölvum í Bandaríkjunum og 70 prósent af tölvum um allan heim.
IBM hóf frumraun sína á örtölvumarkaði árið 1981 með IBM Personal Computer einkatölvunni – DOS hugbúnaður tölvunnar kom frá Microsoft – sem varð grundvöllur (e. de facto standard) meirihluta einkatölva til dagsins í dag. Frá því á tíunda áratugnum hefur IBM einbeitt sér að tölvuþjónustu, hugbúnaði, ofurtölvum og vísindarannsóknum; það seldi örtölvudeild sína til Lenovo árið 2005. IBM heldur áfram að þróa stórtölvur og ofurtölvur þess hafa stöðugt verið meðal þeirra öflugustu í heiminum á 21. öldinni.
Sem eitt elsta og stærsta tæknifyrirtæki heims hefur IBM staðið fyrir nokkrum tækninýjungum, þar á meðal hraðbankanum, e. Automated Teller Machine (ATM), minni fyrir tölvur, þ.e. e. Dynamic Random-Access Memory (DRAM), disklingnum, e. floppy disk, harða diskinum, segulröndinni (líkt og á kreditkortum), venslagagnagrunninum, SQL málið og Universal Product Code (UPC) strikamerkið (sem varð svo grunnur að alþjóðlega strikakerkinu með einum auka tölustaf). Fyrirtækið hefur náð árangri í háþróuðum tölvukubbum, skammtatölvum (e. quantum computers), gervigreind, e. AI, og gagnainnviðum, e. data infrastructure). Starfsmenn og fyrrum starfsmenn IBM hafa unnið ýmsar viðurkenningar fyrir vísindarannsóknir sínar og uppfinningar, þar á meðal sex Nóbelsverðlaun og sex Turing-verðlaun. Margir starsmenn eru nú frægir á öðrum vetvangi, t.d. Tim Cook sem núverandi forstjóri Apple.
Nánar
[breyta | breyta frumkóða]Einna frægast í seinni tíð var IBM fyrir IBM PC og skyldar vélar, sem samhæfðar tölvur keyra nú Windows og upphaflega DOS stýrikerfi; sem IBM borgaði Microsoft fyrir. En IBM selur ekki þannig tölvur eða stýrikerfi lengur. IBM er hins vegar með ráðgjöf fyrir alls konar hugbúnað, sem oft keyrir á þannig vélum (og kannski Windows); í langan tíma hefur IBM stutt við Linux, og selt vélar og hugbúnað sem geta keyrt, og IBM keypti Red Hat (leiðandi Linux fyrirtæki) 2019, enda hafði IBM lengi notast við Linux og markaðsett fyrir.
IBM hannar enn eigin POWER (eldri gerðir heita PowerPC) örgjörva af RISC-gerð (en hefur fyrir löngu selt örgjörvaframleiðsluverksmiðjur sínar til fyrirtækisins GlobalFoundries, og fékk það fyrirtæki, alla vega um tíma til að framleiða fyrir sig, en það fyrirtæki er ekki lengur á heimsmælikvarða) og einnig örgörva af CISC-gerð (þá einu sem enn eru í notkun utan x86, eða geta keppt í hraða, upp í 5 GHz) fyrir (svokallaðar, tækniorð, þýðir ekki stærstu mögulegar) stórtölvur (e. mainframe) sínar. Fyrirtækið er líka frægt fyrir þær og fjölmörg stýrikerfi sem það hefur búið til fyrir svoleiðis tölvur, þá helst OS/360 (síðar uppfært og skipt um nafn; það stýrikerfi var það fyrsta fyrir 8-bita bæti). Líka fyrir OS/2 (fyrir borðtölvur; keppti við Windows frá Microsoft) og t.d. OS/400 fyrir þeirra eigin AS/400 tölvur. Þær tölvur (eða samhæfðar) selur fyrirtækið enn.
IBM fann t.d. upp hraðbankann (e. ATM), disklinga (e. floppy disk), harða diskinn, venslagagnagrunna/gagnasöfn (e. relational database), SQL málið, strikamerki, og tölvuminni (DRAM).
IBM seldi gataspjöld og vélar fyrir; og einnig fyrir segulbönd (e. „tape”), t.d. af LTO-gerð.
Fjöldi starfsmanna var 352.600 (2019) en hið minnsta 70% þeirra eru utan Bandaríkjanna, og það land með flesta starfsmenn er Indland.
Fyrrverandi starfsmenn eru er t.d. Tim Cook, núverandi forsjóri Apple, Lisa Su, nú forsjóri AMD, og Giden Gartner, stofnandi Gartner. Og t.d. kanadískur NASA geimfari, frægur tónlistarmaðuro.fl. t.d. í bandarískum stjórnmálum. Fimm starfsmenn hafa fengið Nóbelsverðlaun, t.d. tveir fyrir uppgvötun ofurleiðni.
Fyrirtæklið hefur almennt verið á móti verkalýðsfélögum, nema einhverjir starsmenn fyrirtækisins utan Bandaríkjanna eru í verkalýðsfélögum.
Thomas J. Watson var fyrsti forstjóri IBM. Hann leyfði t.d. sölu á velum frá IBM til þriðja ríkis Hitlers, og hagnaðist IBM og hann á strísrekstri bæði nasista og Bandaríkjanna til loka seinni heimsstyrjaldar. Hann var einn ríkasti maður síns tíma þegar hann lést 1956. Næsti forstjóri IBM, sonur hans Thomas J. Watson Jr., tók við 1956 , var kallaður var mesti kapítalisti sögunnar „the greatest capitalist in history” af Fortune blaðinu, var t.d. líka ellefti maðurinn sem stýrði bandatísku skátahreyfingunni (e. Boy Scouts of America) og einn sendiherra Bandaríkjanna, 16th United States Ambassador to the Soviet Union (1979–81). Hann rak einn færasta rafmagnsverkfræðing IBM (sem fann upp lykiltækni sem nær allir örgjörvar nota núna), transkonuna Lynn Conway (fyrir að klæðast ekki lengur sem karlmaður), sem síðar vann t.d. hjá DARPA og varð prófessor í rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði hjá Michiganháskóla, og sem fyrirtækið baðst svo afsökunar á brotrekstrinum árið 2020, fyrir dauða hennar.
Sjá líka
[breyta | breyta frumkóða]- Quantum Energy Teleportation, orkufluttningur (þráðlaust með skammta, e. quantum, tækni), með ofurleiðandi IBM tölvum
- ↑ althingi.is: Ólafur Jóhannesson: Svar við fyrirspurn - 104. mál, starfsemi IBM hér á landi – 17. feb 1976