Jamala
Útlit
Jamala | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Susana Alimivna Jamaladinova (Susana Alim qızı Camaladinova) 27. ágúst 1983 |
Uppruni | Osh, kirgíska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum (nú Kirgistan) |
Ár virk | 2001–í dag |
Stefnur | raf, þjóðlaga, sálar, blús, popptónlist |
Útgáfufyrirtæki | Moon, Enjoy! Records, Universal |
Súsana Alímívna Dzjamaladínova[a] (f. 27. ágúst 1983), betur þekkt undir sviðsnafninu Jamala[b], er úkraínsk söngkona, leikkona og lagahöfundur. Hún tók þátt í og sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2016 fyrir Úkraínu með laginu „1944“. Árin 2017, 2018 og 2019 var hún í dómnefnd Vidbir, undankeppni Eurovision í Úkraínu.
Jamala er Krímtatari og í laginu „1944“ fjallaði hún um nauðungarflutninga Krímtatara frá Krímskaga sem skipaðir voru af stjórn Stalíns árið 1944. Lagið olli nokkrum deilum þar sem Rússar töldu það vera dæmi um pólitískan áróður sem samræmdist ekki reglum Eurovision. Lagið var víða talið fela í sér gagnrýni á nýafstaðna atburði, nánar tiltekið innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014.[1]
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]Stúdíó
[breyta | breyta frumkóða]- For Every Heart (2011)
- All or Nothing (2013)
- Подих (Podykh) (2015)
- 1944 (2016)
- Крила (Kryla) (2018)
- Ми (My) (2021)
Beint
[breyta | breyta frumkóða]- For every heart. Live at Arena Concert Plaza (2012)
Samantekt
[breyta | breyta frumkóða]- 10 (2019)
- Свої (Svoi) (2020)
Remix
[breyta | breyta frumkóða]- Solo (2019)
Stuttskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Thank You (2014)
- 1944 (2016)
- 5:45 (2021)
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ krímtataríska: Susana Alim qızı Camaladinova, Сусана Алим къызы Джамаладинова; úkraínska: Суса́на Алі́мівна Джамаладі́нова (Súsana Alímívna Dzjamaladínova); rússneska: Суса́на Али́мовна Джамалади́нова (Súsana Alímívna Dzhamaladínova).
- ↑ krímtataríska: Camala, Джамала; úkraínska: Джама́ла; rússneska: Джама́ла.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Róbert Jóhannsson (22. febrúar 2016). „Umdeilt framlag Úkraínu í Eurovision“. RÚV. Sótt 16. maí 2023.