Jennifer Aniston
Jennifer Aniston | |
---|---|
Fædd | Jennifer Joanna Aniston 11. febrúar 1969 |
Störf | Leikkona |
Maki | Brad Pitt (2000-2005) Justin Theroux (2011- 2018) |
Jennifer Joanna Aniston (f. 11. febrúar 1969) er bandarísk leikkona, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Hún varð heimsfræg á 10. áratugnum þegar hún lék Rachel Green í vinsæla gamanþættinum Vinir (e. Friends), hlutverk sem færði henni Emmy-, Golden Globe- og Screen Actors Guild-verðlaun.
Aniston hefur átt farsælan kvikmyndaferil. Hún fékk mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína í óháðu kvikmyndunum She's the One (1996), Office Space (1999), The Good Girl (2002) og Friends with Money (2006). Vinsælustu kvikmyndirnar hennar eru gamanmyndirnar Bruce Almighty (2003), The Break-Up (2006), Marley & Me (2008), Just Go with It (2011) og Horrible Bosses (2011). Aniston fékk frægðarstjörnu á Hollywood-götunni árið 2012.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]Jennifer Aniston fæddist í Sherman Oaks, Los Angeles og eru foreldrar hennar leikararnir John Aniston og Nancy Dow. Faðir hennar er grískur og hét upprunalega John Anastassakis, en móðir hennar fæddist í New York borg. Annar föðurafi Aniston var ítalskur innflytjandi og er móðir hennar einnig af skoskum, írskum og grískum ættum. Aniston á tvo hálfbræður, John Melick (eldri) og Alex Aniston (yngri). Guðfaðir Aniston var leikarinn Telly Savalas, einn af bestu vinum föður hennar. Sem barn bjó Aniston í eitt ár í Grikklandi með fjölskyldu sinni. Þau fluttu síðar til New York borgar. Aniston gekk í Rudolf Steiner skólann í New York, og útskrifaðist frá Fiorello H. LaGuardia menntaskólanum fyrir tónlist og listir á Manhattan. Hún lék í leiksýningum eins og For Dear Life og Dancing on Checker's Grave og sá fyrir sér með hlutastörfum, meðal annars sem símasölukona, gengilbeina og hjólasendill. Árið 1989 flutti Aniston til Los Angeles.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Aniston flutti til Hollywood, Los Angeles og fékk fyrsta sjónvarpshlutverkið árið 1990, þar sem hún lék aukahlutverk í skammlífri sjónvarpsþáttaröð, Molloy, og í sjónvarpskvikmyndinni Camp Cucamonga. Hún lék einnig í Ferris Bueller, sjónvarpsþáttum sem byggðir voru á kvikmyndinni Ferris Bueller's Day Off frá árinu 1986. Þættirnir voru hins vegar ekki langlífir. Aniston lék síðan í tveimur misheppnuðum gamanþáttum, The Edge og Muddling Through og var gestaleikari í Quantum Leap, Herman's Head og Burke's Law. Eftir röð af skammlífum þáttum, ásamt því að leika í hryllingsmyndinni Leprechaun, íhugaði Aniston að hætta í leiklist.
Áform Aniston breyttust þó eftir að hafa farið í prufu fyrir Friends, gamanþátt sem átti að sýna á NBC-stöðinni sjónvarpsárið 1994-1995. Framleiðendur þáttanna vildu upphaflega fá Aniston til að lesa hlutverk Monicu Geller en Courteney Cox var talin hæfari í hlutverkið. Þá var Aniston ráðin sem Rachel Green. Henni var einnig boðið að sjá um Saturday Night Live, en hún hafnaði því tilboði til að geta leikið í Friends. Hún lék Rachel frá árinu 1994 þar til þættirnir endaðuðu árið 2004.
Þættirnir voru vinsælir og Aniston, ásamt meðleikurum sínum, varð heimsfræg og fékk gott orðspor meðal sjónvarpsáhorfenda. Hún fékk eina milljón dala í laun fyrir hvern þátt, síðustu tvær þáttaraðirnar af Vinum og fimm Emmy-tilnefningar (tvær fyrir leikkonu í aukahlutverki og þrjár fyrir leikkonu í aðalhlutverki) og vann m.a. fyrir framúrskarandi leikkona í aðalhlutverki í gamanþáttaröð. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness frá árinu 2005 urðu Aniston (ásamt meðleikkonum sínum) hæstlaunaða sjónvarpsleikkona allra tíma þegar hún fékk eina milljón dollara á þátt fyrir 10. þáttaröð Friends.
Árið 2007 lék Aniston gestahlutverk í þætti Courteney Cox, Dirt, en þar lék hún keppinaut hennar, Tinu Harrod. Aniston lék í þriðja þætti þriðju þáttaraðar af 30 Rock en hún lék gamlan herbergisfélaga Liz Lemon sem situr um Jack Donaghy. Þann 16. júlí 2009 fékk Jennifer Emmy-tilnefningu í flokknum „Framúrskarandi leikkona í gestahlutverki í gamanþáttaröð“ fyrir hlutverk sitt í 30 Rock. Aniston lék einnig gestahlutverk í þætti í 2. þáttaröð af gamanþáttunum Cougar Town, þar sem hún lék geðlækni.
Kvikmyndaferill
[breyta | breyta frumkóða]Á meðan Aniston lék í Friends lék hún einnig í nokkrum kvikmyndum. Hún fékk fyrsta kvikmyndahlutverkið sitt árið 1992 í Leprechaun sem fékk slæma dóma gagnrýnenda en myndin varð vinsæl. Eftir fjögurra ára fjarveru frá kvikmyndum, lék hún í aukahlutverk í óháðu kvikmyndunum Dream for an Insomniac og She's the One árið 1996 ásamt Edward Burns og Cameron Diaz. Fyrsta kvikmyndin sem Aniston fór með aðalhlutverkið í var kvikmyndin Picture Perfect (1997) þar sem hún lék á móti Kevin Bacon og Jay Mohr. Á meðan myndin fékk misjafna dóma voru gagnrýnendur sammála um að Aniston ætti framtíðina fyrir sér í kvikmyndum. Á seinni hluta 10. áratugarins lék hún í nokkrum myndum eins og rómantísku myndinni 'Til There Was You (1997) með Dylan McDermott og Söruh Jessicu Parker, The Thin Pink Line (1998), teiknimyndinni Iron Giant (1999) og hinni margrómuðu gamanmynd Office Space (1999). Hún fékk mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína í The Object of My Affection (1998), gaman-drama um konu sem fellur fyrir samkynhneigðum manni (leikinn af Paul Rudd), og The Good Girl (2002), þar sem hún lék kassadömu í litlum bæ. Seinni myndin var sýnd í frekar fáum kvikmyndahúsum, færri en 700 og náði inn 14 milljónum dollara í tekjur.
Tekjuhæsta mynd Aniston til þessa er Bruce Almighty frá árinu 2003 þar sem hún lék sambýliskonu Bruce sem leikinn var af Jim Carrey. Síðan lék Aniston í rómantísku gamanmyndinni Along Came Polly árið 2004 á móti Ben Stiller. Seinni hluta árs 2005 lék Aniston í tveimur stórum myndum, Derailed og Rumor Has It.... Árið 2006 lék Aniston í myndinni Friends with Money sem var fyrst sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni og var gefin út í takmörkuðu magni. Næsta mynd Aniston, The Break-Up sem kom út þann 2. júní sama ár náði alls 39,17 milljónum dala í kassann á opnunarhelginni, þrátt fyrir heldur slæma dóma. Árið 2006 leikstýrði Aniston stuttmynd sem gerðist á bráðavakt og kallast myndin Room 10 og fóru Robin Wright og Kris Kristofferson með helstu hlutverk. Aniston sagði að leikkonan Gwyneth Paltrow hefði veitt henni innblástur, en hún leikstýrði líka stuttmynd þetta sama ár.
Þann 25. desember 2008 kom út myndin Marley & Me sem Aniston lék í ásamt Owen Wilson. Myndin setti met fyrir tekjuhæstu jóladags-mynd með 14,75 milljónir bandaríkjadala í kassanum. Hún halaði inn samtals 51,7 milljónum dala á fjögurra daga helginni og var vinsælasta myndin í tvær vikur. Samtals halaði myndin inn 242,717,000 dollurum um allan heim. Næsta stóra kvikmynd Aniston var He's Just Not That Into You. Á meðan myndin fékk misjafna dóma fengu Aniston, Ben Affleck, Ginnifer Goodwin og Jennifer Connelly lof gagnrýnenda.
Í mars 2010 kom út myndin The Bounty Hunter þar sem Aniston lék á móti Gerard Butler. Myndin fékk hræðilega dóma gagnrýnenda, en myndin varð nokkuð vinsæl og halaði samtals inn yfir 130 milljónum dala. Næsta mynd Aniston, The Switch, þar sem hún lék á móti Jason Bateman, varð ekki mjög vinsæl. Myndin náði aðeins inn 8,4 milljónum í kassann á opnunarhelginni og fékk myndin misjafna dóma. Þann 20. júní 2010 hafa myndir Aniston samtals halað inn meira en 1 billjón dollara í Bandaríkjunu. Myndin Just Go with It með Aniston og Adam Sandler í aðalhlutverkum kom í bíó Valentínusarhelgina 2011. Myndin fjallar um lýtalækni, leikinn af Sandler, sem biður skrifstofustjórann sinn, leikin af Aniston, að leika eiginkonu sína, til að sanna heiðarleika sinn fyrir mun yngri kærustu sinni, sem leikin er af Brooklyn Decker.
Aniston mun lék í grínmyndinni Horrible Bosses ásamt Colin Farrell, Jason Bateman, Charlie Day og Jamie Foxx. Leikstýrði Seth Gordon myndinni. Myndin einblínir á þrjá starfsmenn sem ætla sér að myrða yfirmenn sína. Aniston mun leikur einn yfirmannanna, kynferðislega-árásagjarnan tannlækni sem ofsækir persónu Charlie Day.
Önnur störf
[breyta | breyta frumkóða]Aniston hefur leikið í hinum ýmsu auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Árið 1996 var hún í tónlistarmyndbandi Tom Petty and The Heartbreakers við lagið „Walls“. Árið 2001 lék hún í tónlistarmyndbandi Melissu Etheridge fyrir „I Want To Be In Love“. Hún hefur einnig verið í auglýsingu fyrir L'Oreal-hárvörur. Árið 1994 var Aniston, ásamt meðleikara sínum úr Friends, Matthew Perry, boðið að taka upp 30 mínútna kynningarmyndband fyrir nýtt stýrikerfi frá Windows, Windows 95.
Ásamt Brad Pitt og Brad Grey, forstjóra Paramount Pictures, stofnaði Aniston kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Plan B Entertainment árið 2002 en Grey hætti í fyritækinu árið 2005. Árið 2008 stofnaði hún annað fyrirtæki, Echo Films, ásamt Kristin Hahn.
Síðan 2007 hefur Aniston unnið með fyrirtækinu Smart Water. Aniston vann í meira en eitt ár að ilmvatni sínu og kemur það út í Bretlandi í júní 2010. Ilmvatnið er kallað Lolavie og þýðir það „að hlæja að lífinu“.
Í fjölmiðlum
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2007 setti tímaritið Forbes Aniston í 10. sæti yfri ríkustu konu í skemmtanabransanum. Hún var á eftir konum eins og Opruh Winfrey, J. K. Rowling, Madonnu og Celine Dion en á undan Britney Spears, Christinu Aguilera og Olsen-tvíburunum. Samvkæmt Forbes í október 2007 var Aniston söluhæsta stjörnuandlitið í skemmtanabransanum þar sem hún sló út Britney Spears og Angelinu Jolie. Hún var einnig arðvænlegasta leikkonan í Hollywood. Aniston hefur verið á lista Forbes, Celebrity 100, sem byggður er á „tekjum og frægð“, alveg síðan arið 2001, en hún var í efsta sætinu árið 2003. Árið 2008 fékk Aniston 27 milljónir dala í laun. Aniston hefur verið á listum People yfir fallegasta fólkið alveg síðan 1995 og var í 1. sæti árið 2004. Árið 2006 toppaði Jennifer lista People yfir „best klædda fólkið“.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Jennifer átti í sambandi við meðleikara sinn úr Ferris Bueller, Charlie Schlatter, árið 1990 og átti í sambandi við tónlistarmanninn Adam Duritz árið 1995. Frá 1995 til 1998 átti hún í sambandi við leikarann Tate Donovan og var sagt að þau væru trúlofuð.
Í maí 1998 byrjaði Aniston ástarsamband við leikarann Brad Pitt. Þau giftu sig þann 29. júlí ári 2000 á Malibu. Í nokkur ár var hjónaband þeirra talið eitt það sterkasta í Hollywood. Þrátt fyrir það tilkynntu þau að þau væru skilin að borði og sæng þann 6. janúar 2005. Pitt og Aniston sáust saman á almannafæri eftir tilkynninguna, jafnvel í kvöldmatarboði sem fangaði 36 ára afmæli Aniston og vinir parsins héldu að þau hefðu gefið hjónabandinu annan séns. Aniston sótti hins vegar um skilnað í mars 2005 og var skilnaðurinn frágenginn 2. október 2005. Skilnaðurinn þykir einn sá óvæntasti í sögu Hollywood. Sögusagnir voru um að Pitt héldi framhjá Aniston með meðleikkonu sinni úr Mr. and Mrs. Smith, Angelinu Jolie.
Mánuðina eftir skilnaðinn voru fluttar fréttir af honum í fjölmiðlum. Fréttin var aðalfrétt sumra þátta eins og Entertainment Tonight og Access Hollywood. Bolir með áletrunum „Lið Aniston“ og „Lið Jolie“ voru framleiddir og seldur „Lið Aniston“-bolirnir í mun meira magni en „Lið Jolie“-bolirnir en hlutfallið var 4:1.
Aniston sagði að skilnaðurinn hefi hvatt hana til að tala við móður sína, Nancy, sem hún hafði átt í stirðu sambandi við í um áratug. Hún sagði einnig að hún væri eyðilögð yfir dauða sálfræðings hennar, sem hefði gert skilnaðinn við Pitt mun auðveldari. Aniston sagði að hún iðraðist ekki að hafa átt í sambandi við Pitt og sagði: „sjö mjög spennuþrungin ár saman“ og að „það hafi verið fallegt og flókið samband“.
Eftir skilnaðinn átti Aniston í ástarsambandi við leikarann Vince Vaughn sem hún lék með í The Break-Up en þau hættu saman í desember árið 2006. Hún átti líka í sambandi við fyrirsætuna Paul Sculfor í nokkra mánuði árið 2007. Í febrúar 2008 byrjaði Aniston með söngvaranum John Mayer. Parið hætti saman í ágúst en byrjuðu aftur saman í október áður en þau hættu endanlega saman í mars 2009.
Aniston hefur farið í tvær nefaðgerðir til að laga aðgerð sem mistókst, árið 1994 þá seinni í janúar 2007. Aniston er guðmóðir Coco Riley Arquette, dóttur góðra vina hennar, leikarahjónanna Courteney Cox og David Arquette.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Leikkona
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | ||||
---|---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemdir | Tekjur (um allan heim) |
1993 | Leprechaun | Tory Reding | Fyrsta aðalhlutverk | $8,556,940[1] |
1996 | She's the One | Renee Fitzpatrick | - | $14,549,219[2] |
Dream for an Insomniac | Allison | - | $24,727[3] | |
1997 | 'Til There Was You | Debbie | - | $3,525,125[4] |
Picture Perfect | Kate Mosely | - | $44,332,015[5] | |
1998 | The Thin Pink Line | Clove | - | - |
Waiting for Woody | Herself | Stuttmynd | - | |
The Object of My Affection | Nina Borowski | - | $46,905,889[6] | |
1999 | Office Space | Joanna | - | $10,827,810[7] |
The Iron Giant | Annie Hughes | Talsetning | $23,159,305[8] | |
2001 | Rock Star | Emily Poule | - | $19,334,145[9] |
2002 | The Good Girl | Justine Last | Óháð mynd | $16,856,124[10] |
2003 | Bruce Almighty | Grace Connelly | - | $484,592,874[11] |
Abby Singer | Hún sjálf | - | - | |
2004 | Along Came Polly | Polly Prince | - | $171,963,386[12] |
2005 | Derailed | Lucinda Harris | - | $57,479,076[13] |
Rumor Has It... | Sarah Huttinger | - | $88,933,562[14] | |
2006 | Friends with Money | Olivia | Óháð mynd | $18,245,244[15] |
The Break-Up | Brooke Meyers | - | $204,999,686[16] | |
2008 | Marley & Me | Jenny Grogan | - | $242,717,113[17] |
2009 | He's Just Not That Into You | Beth Murphy | - | $178,846,899[18] |
Management | Sue Claussen | Óháð mynd. Einnig framleiðandi | $2,071,049[19] | |
Love Happens | Eloise Chandler | - | $34,742,432[20] | |
Journey to Sundance | Hún sjálf | Heimildarmynd | - | |
2010 | The Bounty Hunter | Nicole Hurly | - | $135,337,514[21] |
The Switch | Kassie Larson | Einnig framleiðandi | - | |
2011 | Just Go With It | Katherine Palmer | - | |
Horrible Bosses | Dr. Julia Harris | - | ||
The Goree Girls | Trisha Durant | - | ||
Wanderlust | Linda | - | ||
Sjónvarp | ||||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd | |
1990 | Molloy | Courtney | Aðalhlutverk[22] | |
1990 | Camp Cucamonga | Ava Schector | Sjónvarpskvikmynd | |
1990-1991 | Ferris Bueller' | Jeannie Bueller | - | |
1992–1993 | The Edge | Ýmsar persónur | Aðalhlutverk | |
1994 | Muddling Through | Madeline Drego Cooper | Aðalhlutverk | |
1994–2004 | Friends | Rachel Green | 236 þættir; eitt af sex aðalhlutverkum | |
2004 | Growing Up Grizzly 2 | Hún sjálf - umsjónarmaður | Heimildarmynd | |
Gestaleikur | ||||
Ár | Titill | Hlutverk | ||
1992 | Quantum Leap | Kiki Wilson | ||
1992—1993 | Herman's Head | Suzie Brooks | ||
1994 | Burke's Law | Linda Campbell | ||
1995 | The Larry Sanders Show | Hún sjálf | ||
1998 | Partners | CPA Suzanne | ||
Ellen | Hún sjálf | |||
Disney's Hercule | Galatea (Rödd) | |||
1999 | South Park | Frú Stevens - Kórstjóri (Rödd) | ||
2003 | Freedom: A History of Us | Jessie Benton | ||
King of the Hill | Pepperoni Sue/Stephanie (Rödd) | |||
2007 | Dirt | Tina Harrod | ||
2008 | 30 Rock | Claire Harper |
Leikstjóri
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Titill | Athugasemd |
---|---|---|
2006 | Room 10 | Stuttmynd |
Framleiðandi
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Titill | Athugasemdir |
---|---|---|
2008 | Management | Aðalframleiðandi |
2010 | The Switch | Executive producer |
2011 | The Goree Girls | Framleiðandi |
Verðlaun og Tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Aniston hefur unnið fjöldamörg verðlaun, bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Hér er listi af þeim verðlaunum og tilnefningum sem hún hefur unnið.
Ár | Verðlaun | Flokkur | Kvikmynd/Þáttur | Niðurstaða |
---|---|---|---|---|
1996 | Bandarísku gaman-verðlaunin | Fyndnasta aukaleikkona í sjónvarpsþætti | Friends | Tilnefnd |
Screen Actors Guild verðlaun | Framúrskarandi frammistaða leikkonu í aukahlutverki í gamanþáttaröð | Friends | Vann | |
1997 | Kid's Choice verðlaun | Uppáhalds leikkona í sjónvarpi | Friends | Tilnefnd |
1999 | Bandarísku gaman-verðlaunin | Fyndnasta aukaleikkona í sjónvarpsþætti | Friends | Tilnefnd |
Screen Actors Guild verðlaun | Framúrskarandi frammistaða leikkonu í aukahlutverki í gamanþáttaröð | Friends | Tilnefnd | |
Kid's Choice verðlaun | Uppáhalds leikkona í sjónvarpi | Friends | Tilnefnd | |
2000 | Emmy verðlaun | Framúrskarandi frammistaða leikkonu í aukahlutverki í gamanþáttaröð | Friends | Tilnefnd |
Satellite verðlaun | Besta frammistaða leikkonu í þáttaröð, gaman/tónlist | Friends | Tilnefnd | |
Screen Actors Guild verðlaun | Framúrskarandi frammistaða leikkonu í aukahlutverki í gamanþáttaröð | Friends | Tilnefnd | |
TV Guide verðlaun | Val ritstjóra | - | Vann | |
Kid's Choice verðlaun | Uppáhalds leikkona í sjónvarpi | Friends | Tilnefnd | |
2001 | Bandarísku gaman-verðlaunin | Funniest Supporting Female Performer in a TV Series | Friends | Tilnefnd |
Emmy verðlaun | Framúrskarandi leikkona í aukahlutverki í gamanþáttaröð | Friends | Tilnefnd | |
Screen Actors Guild verðlaun | Framúrskarandi frammistaða leikkonu í aukahlutverki í gamanþáttaröð | Friends | Tilnefnd | |
People's Choice verðlaun | Uppáhalds manneskja í sjónvarpi | Friends | Vann | |
Aftonbladet sjónvarpsverðlaun, Svíþjóð | Besti erlendi sjónvarpspersónuleikinn - Kona | Friends | Vann | |
2002 | Emmy verðlaun | Framúrskarandi aðalleikkona í gamanþáttaröð | Friends | Vann |
Golden Globe verðlaun | Besta frammistaða leikkonu í aukahlutverki í þáttaröð, lítilli þáttaröð eða sjónvarpskvikmynd | Friends | Tilnefnd | |
Screen Actors Guild verðlaun | Framúrskarandi frammistaða leikkonu í aukahluverki gamanþáttaröð | Friends | Vann | |
Framúrskarandi frammistaða leikkonu í gamanþáttaröð | Friends | Tilnefnd | ||
People's Choice verðlaun | Uppáhalds manneskja í sjónvarpi | Friends | Vann | |
Kvikmyndahátíð Hollywood | Leikkona ársins | - | Vann | |
Teen Choice verðlaun | Sjónvarpsleikkona - Gaman | Friends | Vann | |
Aftonbladet sjónvarpsverðlaun, Svíþjóð | Besta erlenda sjónvarpspersónan - Kona | Friends | Vann | |
Kid's Choice verðlaun | Uppáhalds leikkona í sjónvarpi | Friends | Tilnefnd | |
2003 | Emmy verðlaun | Framúrskarandi leikkona í aðalhlutverki í gamanþáttaröð | Friends | Tilnefnd |
Golden Globe verðlaun | Besta frammistaða leikkonu í sjónvarpsþáttaröð - Tónlistar/Gaman | Friends | Vann | |
Satellite verðlaun | Besta frammistaða leikkonu í þáttaröð, Gaman/Tónlistar | Friends | Tilnefnd | |
Screen Actors Guild verðlaun | Framúrskarandi frammistaða leikkonu í aukahlutverki í gamanþáttaröð | Friends | Tilnefnd | |
Framúrskarandi frammistaða leikkonu í gamanþáttaröð | Friends | Tilnefnd | ||
Independent Spirit Awards | Besta leikkona í aðalhlutverki | The Good Girl | Tilnefnd | |
Satellite verðlaun | Besta frammistaða leikkonu í kvikmynd, gaman/söngleik | The Good Girl | Tilnefnd | |
Verðlaun samtaka netgagnrýenenda | Besta leikkonan | The Good Girl | Tilnefnd | |
Teen Choice verðlaun | Kvikmyndaleikkona - Drama/Hasar | The Good Girl | Vann | |
Choice: Movice Liplock | The Good Girl | Tilnefnd | ||
Choice: Movie Liar | The Good Girl | Tilnefnd | ||
Choice: Leikkona í kvikmynd - Gaman | Bruce Almighty | Tilnefnd | ||
Choice: Sjónvarpsleikkona - Gaman | Friends | Vann | ||
People's Choice verðlaun | Uppáhalds manneskja í sjónvarpi | Friends | Vann | |
Aftonbladet sjónvarpsverðlaun, Svíþjóð | Besta útlenda sjónvarpspersónan - Kona | Friends | Vann | |
Logie verðlaun | Vinsælasti erlendi sjónvarpsþátturinn | Friends | Vann | |
Kid's Choice Verðlaun | Uppáhalds leikkona í sjónvarpi | Friends | Tilnefnd | |
2004 | Emmy verðlaun | Framúrskarandi leikkona í aðalhlutverki í gamanþáttaröð | Friends | Tilnefnd |
Screen Actors Guild verðlaun | Framúrskarandi frammistaða leikkonu í aukahlutverki í gamanþáttaröð | Friends | Tilnefnd | |
Logie verðlaun | Vinsælasta erlenda stjarnan | Friends | Vann | |
Vinsælasti erlendi þátturinn | Friends | Vann | ||
MTV- kvikmyndaverðlaunin | Besti kossinn | Bruce Almighty | Tilnefnd | |
Besti dansinn | Along Came Polly | Tilnefnd | ||
People's Choice verðlaun | Uppáhalds kona í sjónvarpi | Friends | Vann | |
Teen Choice verðlaun | Choice: Leikkona í sjónvarpi - Gaman | Friends | Vann | |
Aftonbladet sjónvarpsverðlaun, Svíþjóð | Besta erlenda sjónvarpspersónan- Kona | Friends | Vann | |
Kid's Choice verðlaun | Uppáhalds leikkona í sjónvarpi | Friends | Tilnefnd | |
2005 | ShoWest Convention verðlaun | Kvenkyns-stjarna ársins | - | Vann |
TV Land verðlaun | Little Screen/Big Screen Star | - | Tilnefnd | |
2006 | TV Land verðlaun | Eftirminnilegasti kossinn | Friends | Tilnefnd |
Little Screen/Big Screen Star | - | Tilnefnd | ||
Teen Choice verðlaun | Choice: Neisti í kvikmynd (deilt með Vince Vaughn) | The Break-Up | Vann | |
Choice: Leikkona í kvikmynd - Gaman | The Break Up | Tilnefnd | ||
2007 | People's Choice verðlaun | Uppáhalds kvenkyns kvikmyndastjarna | - | Vann |
Uppáhalds kvikmynda-par | The Break-Up | Tilnefnd | ||
TV Land verðlaun | Little Screen/Big Screen Star | - | Tilnefnd | |
Sambandsslit sem voru það slæm að þau voru góð | Friends | Tilnefnd | ||
GLAAD Media verðlaun | Vanguard verðlaunin | - | Vann [23] | |
CineVegas Alþjóðlega Kvikmyndahátíðin | Besta stuttmyndin | Room 10 | Vann | |
2009 | Emmy verðlaun | Framúrskarandi gesta-leikkona í gamanþáttaröð | 30 Rock | Tilnefnd |
Women in Film verðlaun | Crystal verðlaunin - fyrir stórkostlega frammistöðu í kvikmynd | - | Vann | |
Teen Choice verðlaun | Choice: Leikkona í kvikmynd - Gaman | Marley & Me | Tilnefnd | |
He's Just Not That Into You | Tilnefnd | |||
Kid's Choice verðlaun | Uppáhalds leikkona í kvikmynd | Marley & Me | Tilnefnd | |
2010 | People's Choice verðlaun | Uppáhalds leikkona í kvikmynd | - | Tilnefnd |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ http://www.worldwideboxoffice.com/movie.cgi?title=Leprechaun&year=1993
- ↑ http://www.worldwideboxoffice.com/movie.cgi?title=She%27s%20the%20One&year=1996
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=dreamforaninsomniac.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=tiltherewasyou.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=pictureperfect.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=objectofmyaffection.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=officespace.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=irongiant.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=rockstar.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=goodgirl.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=brucealmighty.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=alongcamepolly.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=derailed.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=rumorhasit.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=friendswithmoney.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=breakup.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=marleyandme.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=hesjustnotthatintoyou.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=management.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=traveling.htm
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/?id=bountyhunter.htm
- ↑ LYNN HIRSCHBERG (21. nóvember 2008). „The Screens Issue. Screens Goddess“. NYTimes.com. Sótt 9. ágúst 2009.
- ↑ Jennifer Aniston Vanguard Award GLAAD
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Jennifer Aniston á Internet Movie Database
- Fyrirmynd greinarinnar var „Jennifer Aniston“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2010.