Fara í innihald

Lanzarote

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lega eyjanna innan Kanaríeyja.
Famara-fjöll.
Vínviðarrækt í eldfjallajarðvegi.

Lanzarote (Tyterogaka á máli frumbyggja) er austasta eyja Kanaríeyja og tilheyrir Las Palmas héraði. Eyjan er 11 kílómetra frá eyjunni Fuerteventura og 125 kílómetra vestur af ströndum Afríku. Stærð hennar er 846 ferkílómetrar og eru íbúar um 142.000 (2011) sem gerir hana þriðju fjölmennustu eyjuna á eftir Tenerife og Gran Canaria. Höfuðstaðurinn er Arrecife. Lanzarote dregur nafn sitt af genúíska landkönnuðnum Lanzerotto Malocello.

Hæsti punktur eyjarinnar er Peñas del Chache; 670 metrar yfir sjávarmáli. Timanfaya-þjóðgarðurinn er á eyjunni þar sem er eldfjallalandslag en síðast gaus þar á 18. öld.

Sveitarfélög

[breyta | breyta frumkóða]
Sveitarfélög.
  • Arrecife
  • Haría
  • San Bartolomé
  • Teguise ( ásamt eyjunni Isla de La Graciosa og öðrum smáeyjum)
  • Tías
  • Tinajo
  • Yaiza