Lappland (Finnland)
Útlit
Lappland (finnska: Lappi; samíska: Sápmi) er stærsta og nyrsta hérað Finnlands. Það á landamæri við Norðurbotn í Svíþjóð, Finnmörku og Troms í Noregi og Múrmansk-fylki í Rússlandi. Héraðið er næstum jafn stórt og Ísland eða rúmlega 100.000 ferkílómetrar. Hæsti punktur landsins, Halti (1,324 m.) er þar. Íbúar eru um 180.000 (2016) og er stærsta borgin Rovaniemi, þar á eftir koma Tornio og Kemi. 21 sveitarfélag eru í Lapplandi og þar af eru 4 með stöðu borgar.
Barrskógar með rauðgreni og skógarfuru eru ríkjandi í héraðinu.
Jólasveinninn hefur verið bendlaður við Lappland frá því á fyrri hluta 20. aldar.
-
Saana-fjall.
-
Hefðbundið bjálkahús.
-
Jólasþorp í Rovaniemi.
-
Hreindýr.