Póststrúktúralismi
Útlit
Póststrúktúralismi er heimspekileg hreyfing sem á upptök í Frakklandi á síðari hluta 20. aldar og er framhald og svar við strúktúralisma (formgerðarstefnu). Póststrúktúralistar tileinka sér hugmyndir strúktúralista um formgerð en hafna að formgerð heimsins sé lokað kerfi á þeirri forsendu að það feli í sér hugmynd um handanveru og sýna fram á opnun, ofgnótt og óstöðugleika merkingarkerfa með því að skýra uppruna og þróun formgerða. Póststrúktúralismi er nátengdur meginlandsheimspeki. Hugtakið póststrúktúralismi var smíðað í bandarískum akademíum.