Fara í innihald

Paleógentímabilið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Paleógentímabilið eða forna tímabilið er jarðsögulegt tímabil sem hófst fyrir 65,5 milljónum ára og lauk fyrir 23,03 milljónum ára. Það nær yfir fyrsta hluta nýlífsaldar og markast upphaf þess af fjöldaútdauða jurta og dýra, meðal annars risaeðlanna, sem batt endi á krítartímabilið.

Paleógentímabilið einkenndist af þróun spendýra sem urðu stærri og ríkjandi tegundir. Fuglar þróuðust líka í tegundir sem líkjast nútímafuglum. Loftslag kólnaði og innhöf hurfu frá Norður-Ameríku.

Paleógentímabilið skiptist í paleósentímabilið, eósentímabilið og ólígósentímabilið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.