Fara í innihald

Yinchuan Hedong-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir Yinchuan Hedong alþjóðaflugvöllinn við Yinchuan borg, Ningxia héraði í Kína.
Yinchuan Hedong alþjóðaflugvöllur Yinchuan borgar í Kína.
Mynd sem sýnir farþegaraðstöðu Yinchuan Hedong alþjóðaflugvallarins í Kína.
Farþegaaðstaða Yinchuan Hedong alþjóðaflugvallarins.

Alþjóðaflugvöllur Yinchuan Hedong (IATA: INC, ICAO: ZLIC) (kínverska: 银川河东国际机场; rómönskun: Yínchuān Hédōng Guójì Jīchǎng) er flughöfn Yinchuan höfuðborgar Ningxia sjálfstjórnarhéraðs í Alþýðulýðveldinu Kína.

Flugvöllurinn er staðsettur um 25 kílómetra suðaustur af miðborg Yinchuan í bænum Linghe í Lingwu borg. Hann hefur þrjár farþegamiðstöðvar. Þetta er fremur lítill flugvöllur miðað við marga alþjóðaflugvelli Kína, en engu að síður er hann meginflughöfn sjálfstjórnarhéraðsins Ningxia. Nafn flugvallarins „Hedong“ þýðir bókstaflega „Austur af ánni“ og kemur frá staðsetningu hans austan við Gulafljót.

Flugvöllurinn sem tók til starfa árið 1997, hefur vaxið mjög hratt. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn um 10.6 milljón farþega. og um 60.000 tonn af farmi.

Snarlest og strætisvagnar tengja flughöfnina við miðborg Yinchuan.

Flugfélögin Air China, China Eastern Airlines, China Southern Airlines, og Sichuan Airlines, eru umsvifamest á flugvellinum. Alls starfa þar 30 flugfélög.

Flugvöllurinn býður meira en 70 flugleiðir til innlendra og erlendra borga. Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug frá Yinchuan til Dúbaí, Singapúr, Osaka, Nha Trang, Kuala Lumpur, og fleiri staða.