Animaniacs
Animaniacs eru bandarískir teiknimyndaþættir skapaðir af Tom Ruegger og framleiddir af Steven Spielberg. Þættirnir voru sýndir frá 1993-1998. Þættirnir voru settir upp sem sketsaþættir með fjölmörgum teiknimyndapersónum. Aðalpersónur þáttana voru Warner-systkinin Yakko, Wakko og Dot sem valda usla í Warner Bros.-kvikmyndaverinu eftir að þau sleppa úr vatnsturninum. Aðrar persónur eru mýsnar Pinky og The Brain sem reyna sífellt að taka yfir heiminn; Slappy Squirrel sem er gömul teiknimyndastjarna og er þreytt hversu duglausir nútíma teiknimyndaþættir eru orðnir; og The Goodfeathers - hópur af dúfum sem eru skopstæling af Scorsese-myndinni Goodfellas. Þættirnir voru þekktir fyrir að brjóta fjórða vegginn, innihalda lúmskt klúra brandara sem krakkar skildu ekki og fræðslulög oftast sungin af Warner-systkinunum.
Þættirnir voru endurræstir árið 2020 á streymiþjónustunni Hulu með Spielberg aftur sem framleiðanda og Family Guy-rithöfundinn Wellesley Wild sem þáttastjórnanda. Endurræsingin inniheldur bara Warner-systkinin og Pinky og The Brain ásamt upprunalegu raddleikurum þeirra. Tom Ruegger, skapandi þáttana, kom ekki aftur sem þáttastjórnandi.
Persónur og leikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Yakko Warner, Pinky, Dr. Scratchansniff - Rob Paulsen
- Wakko Warner - Jess Harnell
- Dot Warner, Hello Nurse - Tress MacNeille
- The Brain, Squit - Maurice LaMarche
- Slappy Squirrel - Sherri Stoner
- Thaddeus Plotz, Ralph T. Guard - Frank Welker
- Bobby - John Mariano
- Pesto, The Godfeather - Chick Vennera