Fara í innihald

Geislatæki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geislatæki er tæki sem gefur rafsegulgeislun sem er að mestu utan sýnilega sviðsins, til aðgreiningar frá ljósgjafa sem gefur sýnilegt ljós. Sem dæmi um geislatæki er hitalampi sem gefur mest innrautt ljós og ljósabekkur sem gefur einkum útfjólublátt ljós. Röntgentæki og eindahraðlar gefa orkumikla jónandi geislun, sem ekki stafar frá geislavirkni.