Fara í innihald

Hollywood

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hollywoodskiltið er þekktasta kennileiti Hollywood.

Hollywood er hverfi í Los Angeles í Bandaríkjunum norðvestan við miðborgina. Vegna sögu hverfisins sem miðpunktar bandarísks kvikmyndaiðnaðar er nafn þess gjarnan notað sem samheiti fyrir gjörvallan sjónvarps- og kvikmyndaiðnað Bandaríkjanna. Nú á dögum hafa þó flest stóru kvikmyndaverin flutt starfssemi sína á aðra staði innan Los Angeles-svæðisins en mörg sérhæfð fyrirtæki sem starfa við kvikmyndir (til dæmis við klippingu, eftirvinnslu, tæknibrellur, lýsingu og leikmuni) eru ennþá staðsett þar.

Saga Hollywood

[breyta | breyta frumkóða]

Hollywood var upprunnalega smábær í eyðimörk Kaliforníu. Fyrsta húsið sem var byggt í Hollywood var lítið músteina hús árið 1853. H.J. Whitley er sagðist „Faðir Hollywood“ en var það hann sem umbreytti bænum í ríkt og eftirsótt íbúðahverfi. Um aldarmót 20. aldarinnar var það Whitlney sem stóð á baki þess að rafmangs-, gas- og símalínur voru settar upp í nýja úthverfinu. Þrátt fyrir þetta kusu bæjarbúar Hollywood um það að láta sameina bæinn þeirra við Los Angeles en var það vegna vatnsskorts sem ríkti í Hollywood á þessum tíma.

Árið 1911 var fyrsta kvikmyndaverið var opnað á Sunset Boulevard og áður en langt var um liðið voru 20 fyrirtæki byrjuð að framleiða myndir í bænum. Staðsetning, umhverfi og veðurfar Hollywood gerði það að verkum að það ver mjög eftirsóttur staður til þess að taka upp og framleiða myndir. Staðurinn hefur mjög fjölbreytt landslag og var veðrið yfirleitt sólríkt og heitt.

Árið 1915 var Hollywood orðin miðpunktur bandaríska kvikmyndaiðnaðarins. En eftir seinni heimstyrjöldinni fór þetta að breytast og fóru menn frekar að taka upp í við alvöru landlag frekar en inni í kvikmyndaveri. Þetta gerði það að verkum að sjónvarps framleiðendur opnuðu upptökuver í gömlu kvikmyndaverunum. Sjónvarpsþáttaiðnaðurinn fór stigvaxandi og á sjötta áratug síðustu aldar og varð Hollywood staðurinn þar sem allir í sjónvarpsþáttaiðnaðinum vildu vera.

Hollywoodskiltið

[breyta | breyta frumkóða]

Skiltið var fyrst byggt 1923 og á því stóð „Hollywoodland“ til þess að auglýsa ný hús sem voru í byggingu á svæðinu. Á fjórða áratugnum var skiltið gert upp og var „land“ hlutinn tekinn af. Skiltið sem við þekkjum í dag var reist árið 1978.